Það var einu sinni þjóð

Það var einu sinni þjóð

Það var einu sinni þjóð sem bjó í landi sem hét Perú. Þetta var listfeng og háþróuð menningarþjóð sem byggði sér borg með turnum, styttum og skrauti úr skýra gulli og lifði í þessu fjöllótta landi sem friðsöm þjóð. Landið var gjöfult og gott, ríkt af öllu því sem til þurfti að lifa þar í sátt og velmegun. Fólkið lærði á landið, varð eins og hluti af því, virti það og elskaði. 

En,  eitthvað gerðist, þjóðin hvarf, skógar fjallanna uxu, þéttust og hækkuðu, breiddu þykkt lag af gróðri yfir landið huldi það, byggingarnar og listaverkin.  Þjóðin var ekki lengur til. Hún  gleymdist. 

Sem barn las ég og heyrði talað um þetta land og þessa týndu þjóð og hélt að það væri bara eitt af ævintýrasögunum sem okkur voru sagðar og við lásum síðan sjálf. Því löngunin vaknaði snemma að læra að lesa og geta notið alls þessa sem hægt var að fræðast um í þessum mörgu bókum.

Og ég lærði fljótt að lesa. Sá á landakortinu mynd af þessu litla landi, PERÚ, á þessu mjóa eyði sem tengir hlemmistóru álfurnar Norður og Suður Ameríku.  Ég las Indíánasögur, sá líka blóðuga bardaga í bíó sem hjálpuðu ímyndunaraflinu til að sjá fyrir sér endalok íbúa  Perú. Og ég fann alltaf til meiri samkenndar með indíánunum en hinum. Löngu seinna las ég bókina Heygðu mitt hjarta við Undað hné. Og grét söltum tárum.

Þar er afhjúpaður sannleikurinn um grimmd hvíta mannsins gegn frumbyggjum Ameríku. Hvernig hann ruddist inn á búsvæði fólksins sem fyrir var og eyrði engu. Strádrap allt kvikt, jafnt konur og börn sem karlmenn og vísundahjarðir. Sem þeir skildu svo eftir sem rotnandi hræ á sléttunum miklu. Lífastíll indíánanna var að veiða sér aðeins til matar, sá korni til brauðgerðar og þiggja aðeins af jörðinni sinn deilda verð.  Ganga léttum skrefum á þeirri jörð sem fóstraði þá og þeir elskuðu og virtu. 

Þeir bjuggu með frumstæð verkfæri og vopn, skildu hvorki mál þessara óboðnu gesta né framkomu þeirra og virðingarleysi fyrir lífinu. Hvíti maðurinn reyndi heldur ekki að skilja eða virða fólkið, tók allt með valdi, sveik allt sem kalla mátti samninga og gefin loforð og níddist á orðheldni og heiðarleika frumbyggjanna. Rak þá og hrakti sleitulaust lengra og lengra upp í gróðurvana fjöllin, þar sem ekki þreifst korn né gróður fyrir skepnur og fólkið svalt, það sem ekki var þegar búið að myrða á annan hátt. Þeir fáu sem eftir lifðu og lifa, voru reknir eins og skepnur inn á afmörkuð svokölluð „verndar svæði.“ Þar sem allri þeirra sjálfsbjargarviðleitni var svo þröngur stakkur skorinn að ógjörningur reyndist að lifa af mannsæmandi lífi.  Og svo er enn. Eftir öll þessi ár.

Í því drottins landi Ameríku.!          

Sú hörmungarsaga verður ekki rakin frekar hér. Hún ætti að vera öllum kunn sem vita vilja og af henni læra. 

En hver vill læra af mistökum sögunnar?  Hver vill líta sér nær og sjá hvað er að gerast á okkar eigin Fósturjörð ?    Undir harðneskjuhæl stóriðju skammsýnnar gróðafíknar auðhringaveldisins.  

Hver vill sjá og skilja hvert hrokinn og  valdið er að hrekja Íslenska þjóð. Atgerfisflótta til annara landa til dæmis lækna og annars heilsugæslu starfsfólks.?   Og langskólagengis fólks úr ýmsum stéttum.?  Hver vill sjá fyrir sér hvert þeir straumar munu leiða fyrir menningu þjóðarinnar og heilbrigði. Andlega og líkamlega.?

Hver vill staldra við og íhuga hvert fórnarkostnaður orkuöflunar fyrir stóriðjustefnuna er að fara með efnahag og sjálfstæði landsins.?  Hver vill viðurkenna að risafjárfesting Kárahnjúkavirkjunar  gerði landið í raun og veru gjaldþrota með skuldsetningu sem enginn sér fyrir endann á.? 

Skuldabagga sem nútíminn og komandi kynslóðir sligast undan að bera, því þessir leppar auðvaldsins sem á þeim tíma ráðskuðust með almannafé og gera enn, höfðu ekki einu sinni  vit né getu til að selja þessa dýrkeyptu orku á kostnaðarverði, hvað þá til tekjuöflunar og í ofanálag er auðhringunum gefin aðstaða og  gjaldfrí skattaskil,svo sem öðrum ber þó að landslögum.

En þetta var ekki nóg.!  Nú er herferðinni gegn lífinu og landinu beitt með blindum ofsa í að virkja allar vatnsuppsprettur landsins. Bókstaflega ALLT sem rennur. Sama hvaða lífríki það þjónar og hýsir. Sama hversu dýrmætar náttúruperlur og minjar eins og t.d. Mývatn, Þingvallavatn og friðuð svæði eins og Þjórsárver, fossarnir og, og,og …Öllu skal fórna, allt er falt.  Svo á að flytja ALLA  ORKUNA BURT, með SÆSTRENG  gegnum höfin út í heim. TIL AÐ SKAFFA HEIMINUM VISTVÆNA ORKU. !!!

Er hægt að bjóða heiminum meiri öfugmæli.?   

Er að undra þó að manni setji ugg.? 

Er að undra þó maður sjái þjóðina í sömu sporum og INDÍÁNANA í Ameríku, baráttu þeirra fyrir mannréttindum, stöðu þeirra nú. Framtíð smáþjóðarinnar íslendinga, þegar þá vanhagar um orkuna til baka, til eigin þarfa og lífsnauðsynja.  Krjúpandi og hundflatir, búnir að gefa allt frá sér. ?

Indíánunum er séð fyrir vímuefnum, það er það eina sem þeir fá meira en nóg af. Íslendingar eru nú þegar komnir á bragðið og virðast furðu opnir og auðsveipir neysluþrælar þeirrar vöru. 

Stjórnvöldum gengur líka ótrúlega vel að ganga af landbúnaði og matvælaframleiðslu innanlands dauðri. Flytja alla á einn stað í þéttbýli.  Leggja landið í auðn. Nema reykspúandi verksmiðjuþorp og olíuhafnir í víkum og vogum við ströndina.  Og  flytja bara inn matvæli. Jafnvel þó að allt bendi til að með breyttum aðstæðum  muni  í náinni framtíð, miklar náttúruhamfarir skekkja og eiðileggja matvælaframleiðslu víða í heiminum. Skortur á vatni mun setja hömlur á lífsmöguleika stórra svæða heimsins og fæðuskortur þjá ennþá fleiri en nú þegar er mesta böl  heilla þjóða í stríðshrjáðum löndum og harðbýlum héruðum.

En hér er gnótt vatns, það misnotað og vanmetið. Er hægt að virða svona þjóð og þyrma lífi hennar.?

Og ég spyr… Hefur Landsvirkjun umboð til að ráðskast með auðlindir landsins, sameign þjóðarinnar, eins og það sé einkaeign þeirra fáu einstaklinga sem þar eru við stjórn um stundar sakir.? Hver gaf þeim það vald. ?  Þjóðin hefur aldrei verið spurð, eða gefið það leyfi.   Er þjóðin sofandi.?  Er allur manndómur og sjálfstæðisvilji Íslendinga útdauður eða flúinn land.?    Ætlar enginn að stöðva þennan ójöfnuð og stuld á framtíðartilveru lands og þjóðar.? Þetta brjálæðislega bruðl með auðlindir þjóðarinn. Allt til að þóknast útlendum auðsöfnurum og náttúruböðlum og eigin glópsku.   Getum við ekkert annað en tekið undir með skáldinu og sagt :

„Þetta er allt sem eigum vér 
ábyrgð vorri falið.
Margir segja: sjá það er
svikið, bert og kalið !
Það er satt; með sárri blygð
sjá þín börn þess vottinn,
fyrir svikna sátt og tryggð
sorg þín öll er sprottin.    (Matthías Jochumsson. Úr Íslandsminni)


Guðríður B. Helgadóttir


Guðríður B. Helgadóttir er fædd árið 1921, hún skrifaði hina stórmerku bók Lýðræðið í viðjum valds, sem fjallar um Blöndudeiluna og vitleysuna í kringum þá framkvæmd, þar sem grónu landi var sóað að óþörfu og virkjun reist sem engin þörf var fyrir og sligaði þjóðarbúið með skuldum í 10 ár - áður en einhver fékkst til að greiða smánarverð fyrir orkuna. 
 
 


Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya