Með virkjun myndi stóru gróðursvæði á hálendinu vera sökkt með 25 km löngu miðlunarlóni og Aldeyjarfoss myndi þorna upp, en áformað er að reisa 88 MW virkjun við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti.
Mynd © Mats Wibe Lund
Með virkjun myndi stóru gróðursvæði á hálendinu vera sökkt með 25 km löngu miðlunarlóni og Aldeyjarfoss myndi þorna upp, en áformað er að reisa 88 MW virkjun við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti.
Mynd © Mats Wibe Lund
Skjálfandafljót kemur úr Vonarskarði og rennur norður í Skjálfandaflóa. Stórbrotnar náttúruminjar er að finna í og við vatnasvið Skjálfandafljóts, eins og Goðafoss, Laufrönd og Neðribotna, Ingvararfoss, Hrafnabjargafoss, Aldeyjarfoss, Þingey, Skuldaþingsey, votlendi á Sandi og Sílalæk í Aðaldal, Gæsavötn við Gæsahnjúk, Tungnafellsjökul og Vonarskarð.
Þrjár virkjunarhugmyndir eru í Skjálfandafljóti, þ.e. Eyjadalsárvirkjun, Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjun A. Faghópur I í 2. áfanga rammaáætlunar telur að Skjálfandalfljót sé meðal verðmætustu svæða landsins með tilliti til landslags og víðerna. Æskilegt er að friðlýsa Skjálfandafljót frá upptökum til ósa.
Friðlýstar minjar eru Þingey, Skuldaþingsey, Hrauntunga, Hofgarður og nafnlaust býli við Fiskiá.
Þingstaðirnir tveir í Skjálfandafljóti (Þingey og Skuldaþingsey) eru með merkari og best varðveittu fornminjum á Íslandi og leifar af fjölmörgum þingbúðum sjást þar enn.
Ein sögufrægasta ferðaleið landsins Bárðargata liggur um svæðið en götuna eru ferðamenn farnir að ganga á ný.
Mynd © Mats Wibe Lund
Skjálfandafljót ofan við Aldeyjarfoss og votlendi við Sand og Sílalæk við botn Skjálfandaflóa eru svæði sem hafa komið til álita sem alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði (Important Bird Areas IBAs). IBA svæði eru ekki aðeins mikilvæg á landsvísu heldur einnig í alþjóðlegu samhengi.
Margar fuglategundir verpa á þessum svæðum og fjöldi annarra tegunda nýta svæðið í ætisleit á leið til og frá norðlægum slóðum.
Með Hrafnabjargavirkjun A yrðu þessi fuglasvæði í hættu.
Mynd © Daníel Bergmann
Hrafnabjargavirkjun A og Fljótshnúksvirkjun myndu þurrka upp Aldeyjarfoss sem löngum hefur þótt einn af fallegri fossum landsins með einstakri stuðlabergsumgjörð sinni.
Hrafnabjargavirkjun A felur í sér 88 MW virkjun við Hrafnabjörg með miðlun á Fljótsdalnum sunnan við Hrafnabjörg.
Virkjunin myndi sökkva stóru gróðursvæði á hálendinu með 25 km löngu miðlunarlóni. Króksdalur, sem lónið myndi sökkva, liggur 300 metrum lægra yfir sjávarmáli en umhverfi hans og er gróinn að hálfu. Snjóa leysir því miklu fyrr í árdalnum en í nágrenni hans og opnar svæðið fyrir gróður, skordýr og fugla.
Mynd © Daniel Bergmann
framtidarlandid@framtidarlandid.is
Pósthólf 267, 121 Reykjavík