Á hálendinu norðan Hofsjökuls eru Orravatnsrústir sem eru sérstæðasta freðmýri landsins og búsvæði á lista Evrópuráðsins með alþjóðlegt verndargildi.
Mjög miklar menningarminjar er að finna á svæðinu og margar minjarnar eru friðlýstar, svo sem Einilækjarrústir, Hrafnsstaðir, Hringanes, Hraunþúfuklaustur, Tunga, Kolgrímsstaðir, Sandgil, Selsvellir og Öxl.
Villinganesvirkjun myndi hafa ófyrirséð áhrif á fornminjar í gljúfrunum þar sem hún er áformuð.
Í náttúruverndaráætlun 2004-2008 gerði Umhverfisstofnun tillögur um að Orravatnsrústir og Austara-Eylendið yrði gert að friðlandi og einnig tillögur um búsvæðavernd fyrir Fögruhlíð í Austurdal. Í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var aftur lögð fram tillaga um friðlýsingu Orravatnsrústa.
Mynd © Daníel Bergmann