Flýtilyklar
Big Green Weekend - sjálfboðaliðar óskast í náttúruverndarstörf, 6.-7. október
Big Green Weekend - sjálfboðaliðar óskast í náttúruverndarstörf, 6.-7. október
Framtíðarlandið tekur þátt í tveggja daga alþjóðlegum viðburði 6. til 7. október næstkomandi, þar sem sjálfboðaliðar í náttúruvernd koma saman og láta gott af sér leiða undir yfirskriftinni The Big Green Weekend. Markmið með Grænu helginni er m.a. að vinna saman í þágu náttúruverndar, efla samstarf milli mismunandi hópa og að kynnast sjálfboðaliðastarfi annarra.
Framtíðarlandið óskar hér með eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Vinsamlegast sendið póst á framtidarlandid@framtidarlandid.is ef þið hafið áhuga, með upplýsingum um nafn, netfang og símanúmer, fyrir 27. september næstkomandi.
Það er Umhverfisstofnun sem stendur að viðburðinum hér á Íslandi en frekari upplýsingar er að finna á vef stofnunarinnar.
Sjálfboðaliðum verður skipt í 4 hópa sem munu vinna sjálfboðaliðastörf á friðlýstum svæðum í eða í nágrenni Reykjavíkur.
Verkefnin eru:
· Eldborg í Bláfjöllum: Afmörkun göngustíga og endurheimt mosagróðurs.
· Háubakkar: Hreinsun svæðis.
· Rauðhólar: Lagfæring girðingar umhverfis svæðis og hreinsun þess.
· Laugarás: Göngustígagerð, hreinsa gróður af klöppum (í samráði við jöklafræðing).
· Reykjanesfólkvangur: Hreinsun svæða og endurheimt mosagróðurs við Leiðarenda.