Hvalárvirkjun er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum en uppi eru hugmyndir um að virkja rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvindafjarðarár á Ófeigsfjarðarheiði.
Virkjanaframkvæmdir felast í 5 stíflum, 4 lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og flutningi á jarðvegi.
Ef af Hvalárvirkjun verður er ljóst að um er að ræða óafturkræf spjöll á einstöku landssvæði. Svæðið er metið mjög verðmætt óraskað en umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar eru talin verulega neikvæð. Ávinningur af friðlýsingu er ótvíræður til langs tíma.
Hvalárvirkjun fékk falleinkun í mati á umhverfisáhrifum í áliti Skipulagsstofnunar. Landvernd hefur sett saman stutt myndband þar sem hægt er að skoða hvað felst í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum.
Landvernd og fleiri náttúruverndarsamtök hafa unnið að því að láta friðlýsa áhrifasvæði Hvalárvirkjunar. Að neðan má finna ítarefni um ástæður fyrir friðlýsingu svæðisins.
Álit Skipulagsstofnunar
Tillaga NÍ um friðlýsingu
Skýrsla Environice
Skýrsla um áhrif friðlýsinga á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi
Þingmálaskrá 149. Löggjafaþings
Skýringarmyndband Landverndar um Hvalárvirkjun
Umsögn Landverndar um Hvalárvirkjun
Ályktun Landverndar frá 1998 um verndun menningarumhverfis landslags.
Mynd © Tómas Guðbjartsson