Lög Framtíđarlandsins

Samţykkt á ađalfundi 14. apríl 2007 ? breytt á ađalfundi 15. mars 2008

I. kafli. Félagiđ.

1.gr. Félagiđ heitir Framtíđarlandiđ.

2.gr. Markmiđ félagsins er ađ stuđla ađ ţví ađ hugvit, frumkvćđi og sköpunargleđi fái ađ njóta sín til ţess ađ byggja upp mannvćnt samfélag og fjölbreytt atvinnulíf á Íslandi í sátt viđ náttúruna og ţjóđir heimsins. Félagiđ starfar sem ţverpólitísk hugmyndaveita og ţrýstiafl og vill styđja stjórnvöld til góđra verka.

3.gr. Félagiđ er opiđ öllum sem ađhyllast markmiđ ţess.

II. kafli. Stjórn.

4.gr. Stjórn skal skipuđ fimm félagsmönnum og fjórum til vara. Skulu ţeir kjörnir á ađalfundi til eins árs.

5.gr. Stjórn skiptir međ sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipađur skal formađur, varaformađur, ritari og gjaldkeri.

6.gr. Stjórn fer međ ákvörđunarvald félagsins milli ađalfunda. Hún hefur umbođ til ađ álykta í nafni félagsins sé ályktunin í samrćmi viđ markmiđ ţess, gildi og mótađa stefnu. Stjórn er bundin af samţykktum ađalfundar. Stjórn skal setja sér skriflegar starfsreglur.

7.gr. Stjórnarfundur telst gildur ef ađ lágmarki ţrír stjórnarmenn eđa varamenn ţeirra sitja fund. Ţó skulu meiriháttar ákvarđanir teknar af fullskipađri stjórn.

8.gr. Stjórn félagsins er heimilt ađ stofna til nefnda eđa vinnuhópa eins og hún telur tilefni til og getur hún faliđ slíkum hópum ađ vinna ađ ákveđnum málum eđa haft sér til fulltingis og ráđgjafar.

9.gr. Stjórn er skylt ađ bođa til almenns félagsfundar krefjist ađ lágmarki 35 félagar ţess og skal bođađ til fundar međ sama hćtti og til ađalfundar.

III. kafli. Fjármál.

10.gr. Starf félagsins er fjármagnađ međ félagsgjöldum og framlögum styrktarađila. Engar skuldbindingar sem varđa stefnu, markmiđ eđa áherslur félagsins mega fylgja slíkum fjárframlögum.

11.gr. Styrktar- og samstarfssamningar skulu lagđir fyrir stjórn til samţykktar. Meirihluta stjórnar ţarf til ađ skuldbinda félagiđ fjárhagslega.

12.gr. Reikningsár félagsins er almanaksáriđ.

IV. kafli. Ađalfundur.

13.gr. Ađalfundur félagsins skal haldinn ár hvert fyrir 1. apríl.

14.gr. Allir skráđir félagar hafa rétt til setu og atkvćđisrétt á ađalfundi.

15.gr. Ađalfundur telst löglega bođađur ef hann er tryggilega bođađur međ tveggja vikna fyrirvara. Heimilt er ađ bođa ađalfund međ tölvupósti á póstlista félagsins og auglýsingu í fjölmiđli á landsvísu.

16.gr. Dagskrá ađalfundar skal vera eftirfarandi:

* Fundur settur.
* Kosning fundarstjóra og fundarritara.
* Skýrsla stjórnar fyrir liđiđ starfsár.
* Reikningar félagsins lagđir fram og samţykktir.
* Lagabreytingar.
* Kosning í stjórn.
* Kosning á skođunarmanni reikninga.
* Ákvörđun félagsgjalda.
* Önnur mál.
* Fundarslit.

Ţó skal heimilt ađ víkja frá ofangreindri dagskrá mćli sérstakar ástćđur til ţess og skal ţá ađalfundur samţykkja dagskrártillögu ţess efnis í upphafi fundar.

17.gr. Fráfarandi stjórn skal gera tillögu ađ nýrri stjórn eftir ađ hafa fengiđ tillögur frá félagsmönnum. Hverjum kjörgengum félagsmanni er heimilt ađ bjóđa sig fram til stjórnar. Frambođ skal tilkynna skriflega ađ lágmarki fimm dögum fyrir ađalfund. Kjörgengir eru allir skráđir félagsmenn, sem ekki gegna trúnađarstörfum fyrir stjórnmálaflokka.

18.gr. Lögum ţessum má ađeins breyta á ađalfundi félagsins. Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til stjórnar a.m.k. fimm dögum fyrir ađalfund. Lagabreytingar teljast samţykktar ef 2/3 hluti félaga sem sćkja ađalfund samţykkja breytingarnar.

V. kafli. Félagsslit.

19.gr. Félaginu má slíta međ ákvörđun 2/3 hluta félaga sem sćkja fund á tveimur ađalfundum eđa félagsfundum, sem bođađ er til međ sama hćtti og til ađalfundar.

20.gr. Viđ slit félagsins skulu eignir, ef einhverjar eru, renna til náttúruverndar á Íslandi.

Svćđi

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS