Ţjórsárver ? afmćlisdagskrá í Árnesi

Ţjórsárver ? afmćlisdagskrá í Árnesi

Framtíđarlandiđ vekur athygli á afmćlisdagskrá í tilefni af 40 ára báráttu um Ţjórsárver.

Í félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 17. mars, kl. 14.

Fjörutíu ár eru nú liđin síđan barátta heimamanna í Gnúpverjahreppi fyrir verndun Ţjórsárvera hófst.

Hinn 17. mars 1972 bođađi landgrćđslunefnd Ungmennafélags Gnúpverja til almenns sveitarfundar um Ţjórsárver og ţá ógn sem steđjađi ađ ţeim vegna hugmynda um risastórt miđlunarlón sem hefđi sökkt verunum. Ţessi atburđur  markađi upphaf varđstöđunnar um Ţjórsárver.

Fundurinn var fjölmennur og stóđ fram á nótt. Ţar kom fram einhugur um ađ vernda bćri Ţjórsárver. Samţykkt var ályktun ţar ađ lútandi, og til er ítarleg fundargerđ. Ţegar hún er lesin, 40 árum síđar, er ljóst ađ ţessi fundur skipti sköpum um framgang mála á ţeim tíma og sennilega alla tíđ.  Baráttan fyrir verndun Ţjórsárvera hefur stađiđ nćr samfellt síđan og margir mikilvćgir áfangasigrar unnist.

Í tilefni ţessara tímamóta bođa Vinir Ţjórsárvera, Áhugahópur um verndun Ţjórsárvera, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands  til afmćlisdagskrár í félagsheimilinu Árnesi.  Skyggnst verđur inn í tíđarandann í Gnúpverjahreppi fyrir fjörutíu árum,  litiđ yfir farinn veg og horft til framtíđar.

Međal framsögumanna eru Birgir Sigurđsson rithöfundur, sem var einn ţeirra sem stóđu fyrir fundinum áriđ 1972, Gísli Már Gíslason prófessor og formađur Ţjórsárveranefndar og Helga Ögmundardóttir mannfrćđingur sem hefur rannsakađ bakgrunn ţess ađ Gnúpverjar tóku sér svo afgerandi stöđu međ náttúrunni, óbyggđunum og fuglum himinsins. Flutt verđur tónlist og kaffiveitingar verđa á bođstólum.

Samkoman haldin í félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 17. mars og hefst kl. 14.


Svćđi

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS