Er hęgt aš elska land

Er hęgt aš elska land
Hagafellsjökull. Ljósmyndari: Mats Wibe Lund

Er hęgt aš elska land

Ķmyndiš ykkur lķfiš įn įstarinnar. Ef engin įst bęršist ķ titrandi hjarta. Ef ekki stafaši geislum frį neinum augum. Ef blóšiš rynni kalt um ęšarnar, laust viš hlżju įstarinnar. Ef löngunin hyrfi. Ef žrįin slokknaši. Ef įstin stigi upp til himna og kęmi aldrei aftur. Hvers virši vęri lķfiš žį og hve mörg yršu ljóšin? Enginn gęti kvešiš af įst eins og Jónas Hallgrķmsson ķ Heišlóarkvęši sķnu:

Snemma lóan litla ķ
lofti blįu „dķrrindķ“
undir sólu syngur:
„Lofiš gęsku gjafarans
gręnar eru sveitir lands
fagur himinhringur.“

Žar sem įstin bęrist ekki, dafnar skeytingarleysiš, kęruleysiš og viršingarleysiš. Ekki einu sinni lög og refsingar duga til aš vernda žaš sem enginn skeytir um. En hvaš er okkur fęrt aš elska? Žaš sem viš žekkjum. Žaš sem viš dįum, treystum og finnum styrk af. Žaš sem eykur sjįlfstraustiš og hvetur okkur til dįša. Žaš sem viš söknum. Og feguršina, hiš fagra og ómengaša, en feguršin er einmitt einn af mįttarstólpum įstarinnar, įsamt hinu góša og žrįnni til aš sigra daušann og hverfulleika mannlķfsins.

Viš getum elskaš hvert annaš og viš getum elskaš dżrin og ašrir geta elskaš okkur į móti eša aš minnsta kosti sżnt okkur vęntumžykju. En land? Getum viš elskaš land, snert eša ósnert af mannlegri skipulagsgįfu? Landiš og lķfrķki žess, til aš mynda fjall, sléttu, dal, hęš, hól, žśfu, vatn og silunginn, lęk, heišlóu, gjótu, helli, hraun, hrafn og gręnar grundir? Getur įst manns og lands oršiš gagnkvęm?

Eru trén, gróšurinn, blómin og öll flóran ef til vill įstarbirtingarkraftur landsins? Og birtist įst okkar til landsins ķ hegšun okkar og ljóšum, eins og ķ kvęši heišlóunnar sem söng um hvernig hnökralaus įst er:

„Ég į bś ķ berjamó,
börnin smį, ķ kyrrš og ró,
heima ķ hreišri bķša.
Mata ég žau af móšurtryggš,
maškinn tķni žrįtt um byggš
eša flugu frķša.“

Įst žeirra sem alast upp, lifa og hręrast ķ nįnum tengslum viš landiš, fjarri öllum borgum er innbyggš, ósjįlfrįš og ómešvituš. Žau žurfa ekki aš ķhuga įstarsamband sitt viš landiš og finna ekki fyrir žvķ nema žeir flytji į brott – og deyi śr heimžrį. Jónas Hallgrķmsson įtti slķka įst til landsins en hann flutti ķ stórborg – og ljóš meš innbyggšri įst spruttu fram ķ brjósti hans. Nóbelsskįldiš Halldór Laxness segir um įst Jónasar į einum staš „Jónas hefur aldrei lįtiš sér um munn fara įstarjįtningar žvķlķkar sem gert hafa stórskįld önnur til ęttjaršarinnar [...] žaš sem önnur skįld jįtušu meš svo geystum fögnuši var Jónasi of sjįlfsagt mįl til žess aš honum gęti dottiš ķ hug aš taka žaš fram.“

Viš getum tekiš įstfóstri viš land. Viš löšumst aš tilteknum stöšum. Žeir toga ķ okkur, seiša okkur til sķn aftur og aftur. Įstęšan viršist óljós og hulin, eiginlega ósegjanleg en ef til vill er um gagnkvęma įst manns og lands aš ręša:

Tré hafa stašiš eins og dauš viš mannlaus bżli en lķkt og vaknaš til lķfsins jafnskjótt og bśskapur hefur hafist į nżjan leik. Tré hafa hangiš lķkt og nišurdregin į afskekktum stöšum en tekiš fjörkipp um leiš og sumarfólkiš fyllir bśstašina. Allt lķf er tengt. Sami lķfsžrįšurinn liggur ķ gegnum allt sem er. Samskipti mannsins og hinnar lifandi nįttśru landsins varša spurninguna um aš lifa eša deyja. Ekki žarf aš fjölyrša um įrangur žess aš tala af alśš viš blómin. Oršin virka eins og įburšur sem eykur vöxtinn. Ķ gegnum žrįš lķfsins hefur allt įhrif į hvaš annaš; land, menn, dżr og jurtir, og feguršin sjįlf. Skeytingarleysiš getur slitiš samband manns og lands en įstin styrkt.

Aš sjį hrikafegurš fjallanna, heyra fuglasönginn og nišinn ķ įnni, finna lykt hinna ólķku staša og vita aš hśn er öll tilbrigši viš sama stef, snerta og baša sig upp śr dögginni, bragša į berjunum og yrkja jöršina uns hin notalega žreyta rekur menn til hvķldar. Žaš er aš vera įstfanginn af landinu eins og lóan hans Jónasar var:

Lóan heim śr lofti flaug,
ljómaši sól um himinbaug,
blómi gręr į grundu,
til aš annast unga smį. –

Žaš er ašeins tvennt sem skiptir sköpum ķ žessum heimi: aš elska og hegša sér sómasamlega. Žaš er allt sem viš getum gert og er į okkar valdi. Viš hlśum aš žvķ sem viš eigum. Viš trśum og vonum aš allt fari vel, en viš vitum aš viš rįšum ķ raun ekki nišurstöšunni. Viš veršum nefnilega aldrei fullkomlega örugg ķ višsjįrveršum heimi, frekar en lóan sem flaug heim til aš annast unga smį:

Alla étiš hafši žį 
hrafn fyrir hįlfri stundu.

Gunnar Hersveinn www.lifsgildin.is
Pistillinn er śr bókinni Oršspor – gildin ķ samfélaginu (JPV, 2008)

 

 


Svęši

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS