Hágönguvirkjun, 1. og 2. áfangi

Hágöngusvæði

- Hágönguvirkjun, 1. og 2. áfangi

Fögruhverir við Hágöngur fóru á sínum tíma undir miðlunarlón fyrir virkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Virkjunarhugmyndirnar sem nú eru uppi á Hágöngusvæðinu eru í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs og á miðju hálendinu. Þær fela í sér mun meira rask en fyrri stíflumannvirki og skemmdir og tilheyrandi 60 km háspennulína myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu.

Mynd © RAX

AÐALATRIÐI UM SVÆÐIÐ

  • Virkjunarhugmyndir á svæðinu eru í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs og á miðju hálendinu.
  • Gert er ráð fyrir 60 km háspennulínu inn á svæðið sem myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu.
  • Virkjanabyggingar, vegagerð og línu- og pípulagnir myndu höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins.
  • Virkjanir myndu þrengja enn frekar að Vatnajökulsþjóðgarði og rýra gildi hans.
  • Virkjanir myndu skerða gríðarlega stór og dýrmæt víðerni vestan Vatnajökuls.
  • Hvergi er getið hvað á að gera við heitt og efnamengað affallsvatn fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunarinnar.

Í deiglunni

Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya