Arnardalsvirkjun

Jökulsá á Fjöllum

- Arnardalsvirkjun

Veita Jökulsár á Fjöllum til Austurlands myndi hafa áhrif á ána og umhverfi hennar allt til ósa. Fossaröðin í þjóðgarðinum, þar með Dettifoss, myndi hverfa í núverandi mynd. Framkvæmdirnar myndu hafa áhrif á landslag frá Herðubreið og austur í Egilsstaði og norður í sjó við Öxarfjörð. Mikil verðmæti eru talin liggja í landslagi, víðernum, jarðminjum og lífríki á svæðinu.

Mynd © Mats Wibe Lund

AÐALATRIÐI UM SVÆÐIÐ

  • Ef af virkjun yrði myndi fossaröðin í þjóðgarðinum, þar með Dettifoss, hverfa í núverandi mynd.
  • Framkvæmdirnar myndu hafa áhrif á landslag víða í kring.
  • Svæðið er talið eitt það mest framandi og sérkennilegasta á hálendi Íslands.
  • Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum er enn næstum óraskað.
  • Ísland er nánast eina landið í Evrópu þar sem enn eru heilleg stór eða sæmilega stór vatnakerfi.
  • Mikið fálkavarp er að finna við Jökulsá á Fjöllum. Fuglalíf er fjölbreytt í Arnardal og Möðrudal,
  • Votlendi svæðisins er víða afar fjölbreytt og er á skrá yfir helstu votlendi í Evrópu.

Í deiglunni

Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS