Fyrirhuguð virkjun við Bjarnarflag hefur vakið miklar deilur og eru m.a. uppi áhyggjur af áhrifum virkjunarinnar vegna förgunar affallsvatns, sjónrænna áhrifa og háspennulínum frá virkjuninni. Þegar er talin mikil mannvirkjamengun í Mývatnssveit.
Flýtilyklar
Bjarnarflag

Námafjallssvæði
- Bjarnarflag
- Sjá á korti
- Sjá ljósmynd
- Biðflokkur
-
Námafjallssvæði
Bjarnarflag er vestan Námafjalls og sunnan Námaskarðs, en jarðhitasvæðið nær til mun stærra svæðis vestan undir Námafjalli. Þar var reist fyrsta stóra jarðgufuvirkjunin hérlendis (árið 1969, 3 MW) og þar var aflað gufu fyrir kísilgúrverksmiðjuna, sem þar var rekin um áratugaskeið. Laxárvirkjun lét byggja stöðina en Landsvirkjun eignaðist hana árið 1983.
Áhyggjur eru af sjónrænum áhrifum með slíkri virkjun og háspennulínum frá henni en þegar er talin mikil mannvirkjamengun í Mývatnssveit. Einnig eru uppi áhyggjur af áhrifum vegna förgunar affallsvatns.
Landvernd og fleiri náttúruverndarsamtök hafa farið fram á að unnið verði nýtt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar og að málið verði skoðað í ljósi þess að Mývatn og Laxá eru síðan 1977 alþjóðlegt Ramsarsvæði.
-
Virkjunarhugmyndir
Áætlanir eru uppi um jarðvarmavirkjun á svæðinu og stóraukna rafmagnsframleiðslu, allt að 90 MW.
Áhyggjur eru af sjónrænum áhrifum með slíkri virkjun og háspennulínum frá henni, en þegar er talin mikil mannvirkjamengun í Mývatnssveit. Einnig eru uppi áhyggjur af áhrifum vegna förgunar affallsvatns.