Krýsuvíkursvæðið - í hættu

Krýsuvíkursvæðið - í hættu

Samkvæmt rammaáætlun eru nú fjórar virkjunarhugmyndir á Krýsuvíkursvæðinu, tvær falla í nýtingarflokk (Sandfell og Sveifluháls) og tvær í biðflokk (Austurengjar og Trölladyngja). Þessar virkjunarhugmyndir hafa verið mjög umdeildar enda er talið að með því að virkja á þessum jarðhitasvæðum sé verið að stefna vatni og lífríki í hættu á þessu vinsæla útivistarsvæði.

Hugmyndir um virkjun þessara svæða tengjast aðallega fyrirhugaðri álbræðslu í Helguvík. Krýsuvíkursvæðið er metið sem ein heild í mati Orkustofnunar og er talið 89 km2 að stærð með vinnslugetu sem nemur 445 MW til 50 ára. Þar með verður það þriðja aflmesta jarðhitasvæði landsins á eftir Hengilssvæði og Torfajökulssvæði. Þessi túlkun á stærð svæðisins hefur verið dregin í efa enda ekki í samræmi við niðurstöður borana frá því um 1970. Óháðar athuganir benda til að samanlögð vinnslugeta svæðanna sé um 120 MW til 50 ára en álbræðsla í Helguvík þarf 650 MW.

Ennfremur eru virkjunarhugmyndirnar ekki taldar sjálfbærar og útlit fyrir að orkan úr svæðunum klárist á fáeinum áratugum, en til að virkjun geti talist sjálfbær þarf svæðið að nýtast í að minnsta kosti 200-300 ár.

Nánari upplýsingar um virkjunarhugmyndirnar fjórar á Krýsuvíkursvæðinu má finna á Náttúrukortinu:

Sandfell  -  Sveifluháls  -  Austurengjar  -  Trölladyngja

Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS